Monday, December 20, 2010

Fyrirspurn til bæjarráðs vegna læknamála í Fjarðabyggð

Stjórn Íbúasamtakanna hefur beint fyrirspurn til bæjarráðs vegna ástands í læknamálum í Fjarðabyggð. Fyrirspurninni var beint til bæjarráðs þegar fyrir lá stórfelldur niðurskurður í heilbrigðisþjónustu í Fjarðabyggð og fréttir bárust af lokun heilsugæslunnar á Eskifirði.
Íbúasamtökin stungu upp á að sú leið yrði farin að Fjarðabyggð og hin stærri fyrirtæki bæjarfélagsins (t.d. Alcoa, Síldarvinnslan, Loðnuvinnslan og jafnvel fleiri) sameinuðust um að ráða lækni eða lækna í vinnu, því að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að Fjarðabyggð geti haft lækni/a á launaskrá.

Svar bæjarráðs verður birt hér á síðunni um leið og það berst en ef íbúar hafa áhuga á að ræða þessi mál hér er kommentakerfið opið.

Fyrirspurn til bæjarráðs vegna Veraldarvina

Stjórn Íbúasamtakanna hefur rætt málefni Veraldarvina og veru þeirra hér í bæ. Almenn ánægja er meðal stjórnarmanna með störf og framgöngu þessara ungmenna sem eru hér en tvö atriði höfum við viljað fræðast ögn betur um.
Í fyrsta lagi aðbúnað fólksins, sem hefur búið í gamla barnaskólanum. Það hús þótti ekki í ástandi til að hýsa félagsmiðstöðu unglinga á Eskifirði og hafa stjórnarmenn t.d. rætt að eldhætta gæti skapast og að þessi híbýli væru kannski ekki alveg það heppilegasta fyrir Veraldarvinina.
Hitt málið er kostnaður Fjarðabygðar (ef einhver væri) af veru fólksins á Eskifirði. Við beindum því fyrirspurn um það til bæjarráðs.

Fyrirspurnin er svohljóðandi:

"Stjórnin óskar eftir upplýsingum vegna búsetu Veraldarvina í gamla skólanum á Eskifirði, ekki síst með tilliti til þess að þarna býr fólk i húsi þar sem ekki þótti lengur ráðlegt að vera með félagsmiðstöð í. Stjórnin vekur athygli á því að þarna er verið að elda mat og að varað hefur verið við eldhættu í húsinu. Einnig óskar stjórnin eftir upplýsingum um kostnað Fjarðabyggðar vegna vinnu Veraldarvina í bænum."

Bæjarráð vísaði fyrirspurninni til mannvirkjastjóra sem svaraði henni skilmerkilega og má sjá minnisblað hans hér:


http://fjardabyggd.is/media/PDF/Fyrirspurn_ibuasamtaka_Eskifjardar__minnisblad_mannvirkjastjora.pdf

en erfitt er að birta minnisblaðið hér á bloggsíðunni vegna myndanna.

Stjórnin fagnar skilmerkilegum svörum mannvirkjastjóra en einhvers misskilnings virðist gæta hjá honum í niðurlagsorðum minnisblaðsins, því ekki er það ætlun stjórnarinnar að amast við veru Veraldarvina í bænum hafi það lítinn sem engann kostnað í för með sér, og einnig er stjórn samtakanna annt um öryggi fólksins og hússins sem það býr í.
Þá áteljum við okkur einnig rétt til að beina fyrirspurnum til starfsmanna bæjarfélagsins um hvert það mál sem við teljum okkur varða og það ætti að vera ljúf skylda starfsmanna að svara kjörnum fulltrúum íbúanna.

Fyrirspurn til bæjarráðs vegna hins svk. "Edduborgarreits"

Stjórn Íbúasamtakanna beindi nýverið fyrirspurn til bæjarráðs varðandi framkvæmdir á hinum svokallaða "Edduborgarreit" í miðbæ Eskifjarðar. Stjórn Íbúasamtakanna er á þeirri skoðun að þessu svæði beri að breyta í miðbæjar- og útivistarsvæði fyrir Eskfirðinga, setja þar upp svið sem nýta megi á hátíðisdögum, planta trjám og öðrum gróði, leggja göngustíga og setja upp bekki og borð og þarna gætu Eskfirðingar notið lífsins saman á góðviðrisdögum.
Ef Eskfirðingar hafa almennar athugasemdir við þessa afstöðu stjórnar þá er bara að koma henni á framfæri hér í athugasemdum eða í tölvupósti á ibuasamtoesk@gmail.com

Eftir að þetta svar barst kom í ljós að Eskja hafði fallið frá því að koma að rifunum og mun Fjarðabyggð alfarið sjá um þau.

Fyrirspurnina og svar bæjarráðs fylgir hér:

Hver er staðan á framkvæmdum við hinn svokallaða Edduborgarreit á Eskifirði? (Sem þarf reyndar að fara að finna annað betra nafn fyrir). Hafa einhverjar ákvarðanir verið teknar hvenær ráðist verður í niðurrif húsa á svæðinu ?

Stjórn Íbúasamtaka gerir að tillögu sinni að svæðið verði skipulagt sem útivistar og miðbæjarsvæði, komið verði upp útisviði þannig að hægt verði að vera með skemmtiatriði þar á hátíðisdögum. Einnig verði settir upp bekkir og borð, plantað trjám og fleira mætti gera. Stjórnin lýsir yfir vilja til að vera í forsvari fyrir þessar framkvæmdir verði þær að veruleika.

Svar bæjarráðs:

Fjarðabyggð eignaðist húsnæðið á svokölluðum Edduborgarreit 19. nóvember sl. með þinglýsingu á afsali þess efnis, en fram að því hafði Frjálsi fjárfestingarbankinn átt húsnæðið. Þegar afsal lá fyrir var sótt um starfsleyfi til HAUST og framkvæmdarleyfi til byggingarfulltrúa til að rífa húsnæðið og ganga frá lóðinni til bráðabirgða. Öll leyfi lágu fyrir 30. nóvember og var hafist við að rífa húsnæðið þann dag.

Verkefnið er unnið í nánu samstarfi Fjarðabyggðar og Eskju, en Eskja hafði áður boðist til að kosta niðurrif húsnæðisins. Gert er ráð fyrir að verkið klárist fyrir lok janúar 2011, en þó helst fyrr.

Undirritaður mun leggja fram tillögu á næsta fundi eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar þess efnis að farið verði í gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Verður þá lagt til að tillaga íbúasamtakanna verði skoðuð ásamt því að skoðaðir verði allir möguleikar með nýtingu svæðisins. Vilji íbúasamtakanna til samstarfs um verkefnið er frábær og mun undirritaður leitast efir sem mestu samstarfi um verkefnið. Einnig vil ég vekja athygli aftur á framtaki Eskju í þessu máli en ljóst er að bæjarsjóður væri í vandræðum með að fjármagna rifin.

Thursday, November 25, 2010

Jólatré

Jæja, þá er það ljóst að jólatré Eskifjarðar í ár verður staðsett við kirkjuna. Þrír stjórnarmenn lýstu þeirri skoðun að það ætti að vera við kirkjuna, tveir vildu smábátahöfnina og tveir hér á blogginu vildu Hulduhlíð.

Thursday, November 11, 2010

Jólatré

Bæjaryfirvöld hafa sett sig í samband við stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar varðandi staðsetningu á jólatré Eskfirðinga í ár. Fjarðabyggð mun kosta uppsetningu á einu jólatré í hverjum byggðakjarna þetta árið og vil að íbúarnir fái að segja sína skoðun á því hvar það eigi að vera.
Hafa ber samt í huga að ekki er unnt að leggja í fjárfrekar framkvæmdir því að fyrir svona tré þarf að steypa veglegar festingar. Þær hefur fjarðabyggð þegar látið gera við smábátahöfnina þar sem tré hefur verið undanfarið.
Eskfirðingar, komið nú með ykkar álit á því hvar þið viljið hafa tréð staðsett.

Kveðja, stjórn Íbúasamtakanna.

Saturday, October 9, 2010

Lagabreyting

Á aðalfundi Íbúasamtakanna fimmtudaginn 7. október 2010 var samþykkt lagabreyting á 7. gr. laga Íbúasamtakanna. Aðalfundur mun framvegis verða haldinn í maí ár hvert en ekki september. Ný lög félagsins eru þá sem hér segir (ajá breytingu á 7. gr.)

1. grein

Samtökin heita Íbúasamtök Eskifjarðar, skammstafað Í.S.E.

Félagssvæðið er Eskifjörður. Heimili og varnarþing samtakanna er á Eskifirði.


2. grein

Tilgangur samtakanna er:

....að vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa Eskifjarðar

....að stuðla að samhug og samstarfi íbúanna


3. grein

Allir íbúar Eskifjarðar, sem þar eiga lögheimili og greiða félagsgjöld, teljast félagar. Kjörgengi hafa allir lögskráðir íbúar Eskifjarðar 18 ára og eldri.


4. grein

Stjórn Í.S.E. fer með æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda.

* Stjórn Í.S.E. skal skipuð fimm stjórnarmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.

* Kjörtímabilið er til tveggja ára. Stjórnarmenn geta verið endurkjörnir tvisvar í röð. Skal kjósa tvo stjórnarmenn á jöfnu ártali en þrjá hitt árið. Varamenn skulu vera tveir og kosnir árlega. Stjórn skiptir með sér verkum. Einnig skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga samtakanna til eins árs.


5. grein

Formaður boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Skylt er að halda stjórnarfund ef þrír stjórnarmenn óska þess. Ef aðalmaður getur ekki mætt skal kalla varamann í hans stað. Stjórnarfundur er lögmætur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar af formaður eða varaformaður. Stjórnin skal halda gerðabók um störf sín.


6. grein

Málefnum samtakanna er stjórnað af: a) Aðalfundi b) Stjórn félagsins.


7. grein

Aðalfund skal halda ár hvert í maí, og skal hann auglýstur opinberlega með fjórtán daga fyrirvara og telst fundarboðunin þá lögleg. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt hvaða greinum laganna fyrirhugað er að breyta. Einfaldur meirihluti ræður niðurstöðu mála, nema lagabreytingar sem þurfa 2/3 hluta greiddra atkvæða.


Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.

2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um störf á liðnu ári.

3. Gjaldkeri skýrir reikninga samtakanna.

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga samtakanna.

5. Reikningar bornir undir atkvæði.

6. Árgjald ákvarðað

7. Lagabreytingar.

8. Kosningar samkvæmt 4. grein þessara laga.

9. Önnur mál.

10. Fundarslit.


8. grein

Stjórnin skal boða til almenns íbúafundar a.m.k. einu sinni á ári og ef ákveðnar óskir koma fram þar að lútandi. Fundurinn skal auglýstur og með viku fyrirvara.


9. grein

Stjórn er heimilt að stofna nefndir á hverjum tíma eftir því sem þörf krefur. Nefndir samtakanna skulu hafa fullt samráð við stjórnina um mál er varða samtökin og halda gerðabók um störf sín.


10. grein

Lögum þessum má aðeins breyta með 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi. Tillaga að lagabreytingum skal berast stjórn félagsins í síðasta lagi 15. ágúst.


11. grein

Ef leggja á samtökin niður getur það einungis gerst á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Eignir samtakanna skulu þá renna til íþrótta- og æskulýðsmála á

félagssvæðinu. Ákvæði til bráðabirgða.Vegna framkvæmdar á grein 4 á stofnfundi skal kjósa 3 aðalmenn í stjórn sem sitja til aðalfundar 2011 og 2 sem sitja til aðalfundar 2012.

Monday, September 27, 2010

Fréttabréf íbúasamtakanna

Þá er komið út fyrsta fréttabréf Íbúasamtaka Eskifjarðar og verður það borið í hús mánudaginn 27. og þriðjudaginn 28. september 2010.
Þar er farið yfir starf samtakanna á árinu ásamt ýmsum fróðleik. Það er stefnan að reyna að koma út fréttabréfi 1-2 sinnum á ári og þá með fréttum af starfi samtakanna en einnig gæti verið gaman að hafa einhvern fróðleik frá Eskifirði, vísur, myndir eða fleira.
Ef þú lumar á einhverju slíku sendu það þá endilega í tölvupósti á stjórn samtakanna, netfangið er ibuasamtokesk@gmail.com

Aðalfundur 2010

Skv. lögum íbúasamtakanna á að halda aðalfund í september ár hvert. Í ár verður aðeins syndgað og aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 7. október kl. 20.00 í sal Grunnskóla Eskifjarðar.

Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna og nýjir félagar hjartanlega velkomnir.

Stjórnin

Saturday, May 22, 2010

Ályktun

Íbúasamtök Eskifjarðar hafa nú sent frá sér ályktun. Hana má lesa hér í færslunni að neðan.
Það er ljóst að það mál sem brunnið hefur heitast á Eskfirðingum undanfarin misseri er ástandið í læknamálum okkar. Íbúasamtökin hafa fjallað nokkuð um þetta og m.a. haldið fundi með fyrrv. lækni, Hannesi Sigmarssyni og annan fund með fulltrúum HSA.
Stjórnarmenn í samtökunum hafa fundið fyrir mjög miklum (svo ekki sé dýpra tekið í árinni) vilja Eskfirðinga um að Hannes Sigmarsson taki aftur við sínu gamla starfi sem læknir Eskfirðinga. Þeim vilja teljum við okkur nú hafa komið á framfæri með því að taka undir vel orðaða ályktun bæjarráðs Fjarðabyggðar um að allra leiða verði leitað til að svo megi verða.
Ályktunin hefur verið send á heilbrigðisráðherra og helstu fjölmiðla.

Daníel Arason, formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar.

Ályktun Íbúasamtaka Eskifjarðar um læknamál á Eskifirði

Eskifjörður, 30. mars 2010.
Stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar harmar það ástand sem ríkir í læknamálum á Eskifirði og reyndar sunnan Oddsskarðs almennt. Viljum við að þau mál verði leyst á farsælan hátt. Íbúasamtök Eskifjarðar styðja því heilshugar við þá ályktun sem Bæjarráð Fjarðabyggðar sendi frá sér sem samþykkt var samhljóða á bæjarráðsfundi þann 23. mars 2010. Það er alveg ljóst að íbúar í Fjarðabyggð gera tilkall til að búa við öryggi í heilsugæsluþjónustu.

Ályktun Bæjarráðs Fjarðabyggðar, 23. mars, 2010.

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á heilbrigðisráðherra að leita leiða til þess að starfskraftar Hannesar Sigmarssonar heilsugæslulæknis megi áfram nýtast íbúum Fjarðabyggðar. Heilsugæsla á Eskifirði var með ágætum í hans tíð og íbúar hafa verið sáttir við hana. Ítrekaðar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós tilefni til ákæru vegna starfa Hannesar í heilsugæslu Fjarðabyggðar. Bæjarráð telur að starfsmannamál beri að leysa eftir þeim leiðum sem lög og kjarasamningar gera ráð fyrir. Minnt er á að góð heilsugæsla er einn grundvallarþátturinn í velferð og öryggiskennd íbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar,
Daníel Arason.
Grétar Rögnvarsson.
Guðrún Gunnlaugsdóttir.
Kristjana Guðmundsdóttir.
Petra Vignisdóttir.
Þórlindur Magnússon.

Tuesday, February 23, 2010

Fundur með fulltrúum HSA


Þann 30. janúar var haldinn fundur með stjórn íbúasamtakanna og tveimur fulltrúum HSA, þeim Valdimar Hermannssyni og Lilju Aðalsteinsdóttur. Fundurinn var haldinn að ósk Valdimars og Lilju til að kynna nýtt skipurit HSA og breytt fyrirkomulag í daglegum rekstri HSA. Það ástand sem uppi er varðandi lækna á Eskifirði voru einnig rædd vítt og breitt. Eftirfarandi er minnisblað sem Valdimar og Lilja lögðu fram fyrir stjórn:

"

Heilsugæsla Fjarðabyggðar (HSG-FB)

    Róttækar skipulagsbreytingar tóku gildi innan HSA í nóvember 2008.Var HSA þá m.a. skipt upp í tvö rekstrarsvið, heilsugæslu utan Norðfjarðar sem Stefán Þórarinsson stýrði og Norðfjarðarreksturinn sem Lilja Aðalsteinsdóttir stýrði. Yfirlæknar og hjúkrunarstjórar voru einnig gerðir ábyrgari fyrir rekstri sinnar deildar, rekstrarstjórastöðurnar lagðar niður en þeir sem þeim sinntu tóku að sér sérstök verkefni þvert á stofnunina.

    Þessar breytingar gengu ekki fram nema að hluta til í HSG-FB því þar var Emil Sigurjónsson að hluta til áfram inni í rekstrarstjórahlutverkinu og fékk það verkefni síðan alfarið í framhaldi af brotthvarfi Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis 12. febrúar 2009.

    Auk þess að hjálpa Stefáni með rekstrarmálin hefur Emil annast daglega umsýslu og stuðning við starfsmenn en einnig haldið utan um skipulag læknavinnu og ráðningar lækna í samvinnu við Þórarin Baldursson.

    Í desember sl. var ákveðið að aðlaga hið nýja skipulag HSA að reynslunni sem fengin var en einnig að breyttum aðstæðum. Var m.a. ákveðið að rekstrarleg ábyrgð á HSG-FB færðist frá Stefáni yfir til Lilju. Valdimar O. Hermannsson verður rekstrarstjóri HSA í Fjarðabyggð og FSN með Lilju og verður jafnframt áfram forstöðumaður innkaupa og rekstrar hjá HSA.

    Við það að HSG-FB flyst rekstrarlega til Lilju og Valdimars verður allur rekstur HSA í Fjarðarbyggð á einni hendi og tækifæri skapast til þess að hefja nýja uppbyggingu eftir erfiðleikatímabil.

    Samþykktaferli reikninga fer til Valdimars og Lilju nema varðandi verktakasamninga lækna í heilsugæslunni sem verður áfram hjá Emil, a.m.k. fyrst um sinn.

    Emil mun áfram koma að ráðningamálum lækna í heilsugæslunni og skemalagningu á vinnu þeirra auk þess sem hann mun hjálpa til meðan á yfirfærslunni stendur.

    Almenn starfsmannaþjónusta flyst til Lilju og Valdimars, en Emil mun sem forstöðumaður starfsmannaþjónustu HSA, áfram koma að stærri málum, er varða breytingar á störfum.

    Sú stefna hefur verið mörkuð að í framtíðinni verði samvinna og samnýting starfsmanna milli FSN og HSG-FB aukin, þar sem mögulegt er, og þegar ný Oddskarðsgöng verða orðin að veruleika verði öll heilsugæsla í Fjarðabyggð sameinuð í eina.

    Aðalstarf Lilju og Stefáns sem faglegir yfirmenn hjúkrunar og lækninga HSA, breytist ekki."



Monday, February 1, 2010

Erindi til stjórnar - gamli skólinn

Aðalsteinn Valdimarsson kom því erindi til stjórnar íbúasamtakanna að hún fjallaði um gamla barnaskólann á Eskifirði sem nú stendur auður og í niðurníðslu eins og menn vita. Þetta er auðvitað mjög merkilegt hús fyrir okkur Eskfirðinga og var reist í sjálfboðavinnu meira og minna. Gaman væri ef einhverjir gætu frætt okkur meira um sögu hússins.

En erindi Aðalsteins var reyndar það að íbúasamtökin beittu sér fyrir endurreisn skólans. Vill stjórnin nú bjóða Eskfirðingum að tjá sig um málið. Það þarf auðvitað að kanna það frá bæjaryfirvöldum hver stefna þeirra er með húsið, en hafa menn einhverjar hugmyndir um hvaða tilgangi húsið gæti þjónað í framtíðinni? Svo er auðvitað spurning um kostnað við endurbyggingu og hvernig að henni yrði þá staðið.
Endilega kommentið á þetta.

Stjórnin

Monday, January 25, 2010

Fyrsti fundur stjórnar

Þann 25. janúar 2010 var haldinn fyrsti fundur stjórnar Íbúasamtaka Eskifjarðar. Stjórn skipti með sér verkum. Formaður var kosinn Daníel Arason, varaformaður Grétar Rögnvarsson, gjaldkeri Petra Vignisdóttir og ritari Guðrún Gunnlaugsdóttir.

Stjórnin mun nota þessa bloggsíðu til að koma málum sínum á framfæri við bæjarbúa og mun í mörgum tilfellum kynna hugmyndir sínar fyrir bæjarbúum hér til að skapa umræður um hvaða málum stjórn eigi að beita sér fyrir og á hvaða hátt. Verið endilega dugleg að "kommenta" því að íbúasamtökin eru jú ekki annað en fólkið sem tekur þátt í þeim.

Von er á fundargerðinni hér inn áður en mjög langt um líður

Tuesday, January 19, 2010

Fundargerð stofnfundar Íbúasamtaka Eskifjarðar

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar

Haldinn fimmtudaginn 14.01.2010

í sal Grunnskólans á Eskifirði kl. 20:00


1. Hilmar Sigurjónsson setti fundinn, bauð fólk velkomið en alls sátu sjötíu menn fundinn. Hilmar kynnti nánar fyrirkomulag fundarins og dagskrá. Friðrik Þorvaldsson var tilnefndur ritari fundarins og Guðmann Þorvaldsson sá um tæknimál.


2. Hilmar las upp tillögu að stofnun Íbúasamtaka Eskifjarðar. Var hún samþykkt samhljóða.


3. Tillaga var lögð fram að lögum Íbúasamtaka Eskifjarðar. Hver grein var lesin upp, rædd og nauðsynlegar breytingar gerðar. Lögin voru svo lögð fram til samþykktar í heild og þau samþykkt samhljóða. (Sjá lög)


4. Kosning stjórnar. Eftirtaldir voru kosnir í fyrstu stjórn íbúasamtakanna.

Aðalmenn :

Petra Vignisdóttir

Daníel Arason

Þórlindur Magnússon

Guðrún Gunnlaugsdóttir

Grétar Rögnvarsson


Varamenn :

Kristjana Guðmundsdóttir

Guðni Kristinsson


Endurskoðendur reikninga :

Hilmar Sigurjónsson

Friðrik Þorvaldsson


Var Daníel Arasyni falið að kalla stjórnina saman til fyrsta fundar þar sem stjórnin skiptir með sér verkum.


5. Ákvörðun árgjalds. Ákveðið var að árgjald yrði kr. 500.


6. Önnur mál - Til máls tóku :

A) Ölver Guðnason þakkaði stofnun félagsins og hvatti alla til dáða og góðrar vinnu í þágu Eskifjarðar.

B) Aðalsteinn Valdimarsson son lýsti ánægju með stofnun íbúasamtakanna og hvatti alla til virkrar þátttöku í þeim.

C) Jens Garðar Helgason óskaði öllum til hamingju með stofnun samtakanna og ræddi mikilvægi þeirra í samskiptum við ráð og nefndir sveitarfélagsins. Einnig ræddi hann um mikilvægi þess að íbúasamtökin störfuðu á jákvæðan hátt til heilla Eskifirði.

D) Guðjón Björnsson óskaði fundarmönnum til hamingju með þennan áfanga því hagur Eskifjarðar hefði versnað eftir sameiningu við önnur bæjarfélög og nauðsynlegt væri að standa vörð um góð málefni sem vinna þyrfti að á Eskifirði.

E) Ölver Guðnason taldi að stjórnin þyrfti að vinna að málum sem skapast hafa í læknamálum staðarins.

F) Björn Grétar Sveinsson lýsti ánægju með stofnun íbúasamtaka. Hann taldi hlutverk þeirra stórt og mikilvægi þeirra mikið varðandi stjórnkerfi bæjarins. Ræddi hann læknamálin lítillega.

G) Jens Garðar Helgason taldi það sterkt innlegg ef stjórnir íbúasamtaka sunnan Oddsskarðs tækju höndum saman og sendu skýr skilaboð um læknamálin á þessum stöðum til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.


7. Hilmar þakkaði fundarmönnum komuna og fundi var slitið kl. 21:00

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar

Haldinn fimmtudaginn 14.01.2010

í sal Grunnskólans á Eskifirði kl. 20:00


1. Hilmar Sigurjónsson setti fundinn, bauð fólk velkomið en alls sátu sjötíu menn fundinn. Hilmar kynnti nánar fyrirkomulga fundarins og dagskrá. Friðrik Þorvaldsson var tilnefndur ritari fundarins og Guðmann Þorvaldsson sá um tæknimál.


2. Hilmar las upp tillögu að stofnun Íbúasamtaka Eskifjarðar. Var hún samþykkt samhljóða.


3. Tillaga var lögð fram að lögum Íbúasamtaka Eskifjarðar. Hver grein var lesin upp, rædd og nauðsynlegar breytingar gerðar. Lögin voru svo lögð fram til samþykktar í heild og þau samþykkt samhljóða. (Sjá lög)


4. Kosning stjórnar. Eftirtaldir voru kosnir í fyrstu stjórn íbúasamtakanna.

Aðalmenn :

Petra Vignisdóttir

Daníel Arason

Þórlindur Magnússon

Guðrún Gunnlaugsdóttir

Grétar Rögnvarsson


Varamenn :

Kristjana Guðmundsdóttir

Guðni Kristinsson


Endurskoðendur reikninga :

Hilmar Sigurjónsson

Friðrik Þorvaldsson


Var Daníel Arasyni falið að kalla stjórnina saman til fyrsta fundar þar sem stjórnin skiptir með sér verkum.


5. Ákvörðun árgjalds. Ákveðið var að árgjald yrði kr. 500.


6. Önnur mál - Til máls tóku :

A) Ölver Guðnason þakkaði stofnun félagsins og hvatti alla til dáða og góðrar vinnu í þágu Eskifjarðar.

B) Aðalsteinn Valdimarsson son lýsti ánægju með stofnun íbúasamtakanna og hvatti alla til virkrar þátttöku í þeim.

C) Jens Garðar Helgason óskaði öllum til hamingju með stofnun samtakanna og ræddi mikilvægi þeirra í samskiptum við ráð og nefndir sveitarfélagsins. Einnig ræddi hann um mikilvægi þess að íbúasamtökin störfuðu á jákvæðan hátt til heilla Eskifirði.

D) Guðjón Björnsson óskaði fundarmönnum til hamingju með þennan áfanga því hagur Eskifjarðar hefði versnað eftir sameiningu við önnur bæjarfélög og nauðsynlegt væri að standa vörð um góð málefni sem vinna þyrfti að á Eskifirði.

E) Ölver Guðnason taldi að stjórnin þyrfti að vinna að málum sem skapast hafa í læknamálum staðarins.

F) Björn Grétar Sveinsson lýsti ánægju með stofnun íbúasamtaka. Hann taldi hlutverk þeirra stórt og mikilvægi þeirra mikið varðandi stjórnkerfi bæjarins. Ræddi hann læknamálin lítillega.

G) Jens Garðar Helgason taldi það sterkt innlegg ef stjórnir íbúasamtaka sunnan Oddsskarðs tækju höndum saman og sendu skýr skilaboð um læknamálin á þessum stöðum til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.


7. Hilmar þakkaði fundarmönnum komuna og fundi var slitið kl. 21:00

Friday, January 15, 2010

Lög Íbúasamtaka eskifjarðar

Lög íbúasamtaka Eskifjarðar

Samþykkt á stofnfundi.....14.janúar 2010



1. grein

Samtökin heita Íbúasamtök Eskifjarðar, skammstafað Í.S.E.

Félagssvæðið er Eskifjörður. Heimili og varnarþing samtakanna er á Eskifirði.


2. grein

Tilgangur samtakanna er:

....að vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa Eskifjarðar

....að stuðla að samhug og samstarfi íbúanna


3. grein

Allir íbúar Eskifjarðar, sem þar eiga lögheimili og greiða félagsgjöld, teljast félagar. Kjörgengi hafa allir lögskráðir íbúar Eskifjarðar 18 ára og eldri.


4. grein

Stjórn Í.S.E. fer með æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda.

* Stjórn Í.S.E. skal skipuð fimm stjórnarmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.

* Kjörtímabilið er til tveggja ára. Stjórnarmenn geta verið endurkjörnir tvisvar í röð. Skal kjósa tvo stjórnarmenn á jöfnu ártali en þrjá hitt árið. Varamenn skulu vera tveir og kosnir árlega. Stjórn skiptir með sér verkum. Einnig skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga samtakanna til eins árs.


5. grein

Formaður boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Skylt er að halda stjórnarfund ef þrír stjórnarmenn óska þess. Ef aðalmaður getur ekki mætt skal kalla varamann í hans stað. Stjórnarfundur er lögmætur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar af formaður eða varaformaður. Stjórnin skal halda gerðabók um störf sín.


6. grein

Málefnum samtakanna er stjórnað af: a) Aðalfundi b) Stjórn félagsins.


7. grein

Aðalfund skal halda ár hvert í september, og skal hann auglýstur opinberlega með fjórtán daga fyrirvara og telst fundarboðunin þá lögleg. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt hvaða greinum laganna fyrirhugað er að breyta. Einfaldur meirihluti ræður niðurstöðu mála, nema lagabreytingar sem þurfa 2/3 hluta greiddra atkvæða.


Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.

2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um störf á liðnu ári.

3. Gjaldkeri skýrir reikninga samtakanna.

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga samtakanna.

5. Reikningar bornir undir atkvæði.

6. Árgjald ákvarðað

7. Lagabreytingar.

8. Kosningar samkvæmt 4. grein þessara laga.

9. Önnur mál.

10. Fundarslit.


8. grein

Stjórnin skal boða til almenns íbúafundar a.m.k. einu sinni á ári og ef ákveðnar óskir koma fram þar að lútandi. Fundurinn skal auglýstur og með viku fyrirvara.


9. grein

Stjórn er heimilt að stofna nefndir á hverjum tíma eftir því sem þörf krefur. Nefndir samtakanna skulu hafa fullt samráð við stjórnina um mál er varða samtökin og halda gerðabók um störf sín.


10. grein

Lögum þessum má aðeins breyta með 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi. Tillaga að lagabreytingum skal berast stjórn félagsins í síðasta lagi 15. ágúst.


11. grein

Ef leggja á samtökin niður getur það einungis gerst á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Eignir samtakanna skulu þá renna til íþrótta- og æskulýðsmála á

félagssvæðinu. Ákvæði til bráðabirgða.Vegna framkvæmdar á grein 4 á stofnfundi skal kjósa 3 aðalmenn í stjórn sem sitja til aðalfundar 2011 og 2 sem sitja til aðalfundar 2012.

      SAMÞYKKT Á STOFNFUNDI 14. Janúar 2010.


      _________________________

      Friðrik Þorvaldsson fundarritari.


      _________________________

      Hilmar Sigurjónsson fundarstjóri.

Thursday, January 14, 2010

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar var haldinn kl. 20.00 í Grunnskóla Eskifjarðar fimmtudaginn 14. janúar 2010. Stofnfélagar voru 64 og eru eftirtaldir:

Berglind Ingvarsdóttir - Strandgata 120
Sævar Guðjónsson - Strandgata 120
Ingibjörg Þ. Stefánsdóttir - Bakkastígur 6
Bentína Ósk Gylfadóttir - Dalbarð 11
Pétur H. Georgsson - Dalbarð 11
Aðalsteinn Valdimarsson - Strandgata 87 a
Jóhanna Kr. Rafnsdóttir - Fífubarð 8
Jónína Guðnadóttir - Steinholtsvegur 4
Jósep Snæbjörnsson - Steinholtsvegur 4
Gísli Benediktsson - Strandgata 21a
Alrún Kristmannsdóttir - Strandgata 21a
Arnheiður Klausen - Strandgata 21a
Kristján Valur Sigurðsson - Bleiksárhlíð 32
Valdimar Aðalsteinsson - Strandgata 11b
Guðrún Stefánsdóttir - Langidalur 16
Anton Pétursson - Langidalur 16
Hreggviður Sigtryggsson - Lambeyrarbraut 4
Þórey Dögg Pálmadóttir - Strandgata 75a
Hjalti Sigurðsson - Strandgata 75a
Hilmar Sigurjónsson - Strandgata 64
Friðrik Á Þorvaldsson - Fífubarð 6
Ölver Guðnason - Lambeyrarbraut 6
Hjálmar Gísli Rafnsson - Strandgata 15
Erna Rafnsdóttir - Tungustígur 5
Helgi Rafnsson - Fagrahlíð 21
Hrönn Reynisdóttir - Fagrahlíð 21
Árni Helgason - Hlíðarendavegur 7
Elínborg Þorsteinsdóttir - Strandgata 87a
Auður Valdimarsdóttir - Bleiksárhlíð 58
Guðjón Björnsson - Bleiksárhlíð 58
Björn Grétar Sveinsson - Bleiksárhlíð 10
Guðfinna Björnsdóttir - Bleiksárhlíð 10
Jóhanna V Lauritzdóttir - Helgafell 5
Guðnýu Árnadóttir - Bleiksárhlíð 25
Petra V. Vignisdóttir - Bleiksárhlíð 11
Daníel Arason - Bleiksárhlíð 2
Þórlindur Magnússson - Bleiksárhlíð 61
Kristjana Atladóttir - Túngata 2
Pétur Marinó Frederiksson - Túngata 3
Guðrún Gunnlaugsdóttir - Bleiksárhlíð 53
Sigurður Ingvarsson - Bleiksárhlíð 53
Benna J Rósantsdóttir - Fagrahlíð 17
Unnur Eiríksdóttir - Strandgata 11b
Sigríður H Pálsdóttir - Fífubarð 2
Michele Terraine Árnason - Brekkubarð 1
Þórhallur Árnason - Brekkubarð 1
Þóra Jóna Kemp Árbjörnsdóttir - Svínaskálahlíð 5
Eydís Ásbjörnsdóttir - Bleiksárhlíð 21
Kjartan L Pétursson - Bleiksárhlíð 44
Hannes Sigmarsson - Bleiksárhlíð 38
Guðrún Helga Jónsdóttir - Bleiksárhlíð 38
Aðalheiður Ingimundardóttir - Bogahlíð 14
Kristjana Guðmundsdóttir - Strandgata 93
Jens Garðar Helgason - Bakkastígur 2
Andrég Gunnlaugsson - Svínaskálahlíð 15
Ragnar V Jónsson Túngata 3
Guðrún óladóttir - Miðdalur 11
Guðni Kristinsson - Miðdalur 11
Grétar Rögnvarsson - Bleiksárhlíð 60
Sóley Valdimarsdóttir - Strandgata 59
Ragnar Jón Grétarsson - Strandgata 59
Einar Þorvaldsson - Hólsvegur 11
Kamma Dögg Gísladóttir - Strandgata 63
Svava I Sveinbjörnsdóttir - Strandgata 9a

Fyrsta stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar var kjörin á fundinum. Hana skipa:

Aðalmenn:
Petra Vignisdóttir
Daníel Arason
Þórlindur Magnússon
Guðrún Gunnlaugsdóttir
Grétar Rögnvarsson

Varamenn:
Kristjana Guðmundsdóttir
Guðni Kristinsson

Endurskoðendur reikninga:
Hilmar Sigurjónsson
Friðrik Þorvaldsson