Thursday, November 11, 2010

Jólatré

Bæjaryfirvöld hafa sett sig í samband við stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar varðandi staðsetningu á jólatré Eskfirðinga í ár. Fjarðabyggð mun kosta uppsetningu á einu jólatré í hverjum byggðakjarna þetta árið og vil að íbúarnir fái að segja sína skoðun á því hvar það eigi að vera.
Hafa ber samt í huga að ekki er unnt að leggja í fjárfrekar framkvæmdir því að fyrir svona tré þarf að steypa veglegar festingar. Þær hefur fjarðabyggð þegar látið gera við smábátahöfnina þar sem tré hefur verið undanfarið.
Eskfirðingar, komið nú með ykkar álit á því hvar þið viljið hafa tréð staðsett.

Kveðja, stjórn Íbúasamtakanna.

8 comments:

  1. Margir staðir koma til greina. Mikilvægast að koma því fjær aðalgötunni miðað við síðustu staðsetningu. Sem dæmi mætti nefna grasbalann fyrir ofan bílastæðin við gömlu bæjarskrifstofurnar, Edduborgar grasbalinn, nýja planið við hliðina á Samkaupum, á miðjum fótboltavellinum inn í dal, í skrúðgarðinum og fleiri saðir.

    Kveðja, Ragnar Jónsson

    ReplyDelete
  2. fyrir neðan Hulduhlíð þar sem bæði aldraðir og ungir geta notið þess

    ReplyDelete
  3. Verðið að skrifa undir nafni, hlustum ekki á Anonymous comment

    Kv, Daníel

    ReplyDelete
  4. Endilega að hafa jólatréð fyrir neðan Hulduhlíð gleðjum bæði unga og aldraða :)

    ReplyDelete
  5. Ég vill hafa jólatréð fyrir neðan Hulduhlíð :)

    ReplyDelete
  6. Af hverju er ekki jólatréð hjá Elluheimilinu þegar það er aðeins það eina sem er nefnt hér ég sé ekki kirkjumiðstöðina neins staðar.

    Kv Klara Lind

    ReplyDelete
  7. Alveg sammála Klöru Lind.

    Kv Petra

    ReplyDelete