Monday, January 25, 2010

Fyrsti fundur stjórnar

Þann 25. janúar 2010 var haldinn fyrsti fundur stjórnar Íbúasamtaka Eskifjarðar. Stjórn skipti með sér verkum. Formaður var kosinn Daníel Arason, varaformaður Grétar Rögnvarsson, gjaldkeri Petra Vignisdóttir og ritari Guðrún Gunnlaugsdóttir.

Stjórnin mun nota þessa bloggsíðu til að koma málum sínum á framfæri við bæjarbúa og mun í mörgum tilfellum kynna hugmyndir sínar fyrir bæjarbúum hér til að skapa umræður um hvaða málum stjórn eigi að beita sér fyrir og á hvaða hátt. Verið endilega dugleg að "kommenta" því að íbúasamtökin eru jú ekki annað en fólkið sem tekur þátt í þeim.

Von er á fundargerðinni hér inn áður en mjög langt um líður

Tuesday, January 19, 2010

Fundargerð stofnfundar Íbúasamtaka Eskifjarðar

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar

Haldinn fimmtudaginn 14.01.2010

í sal Grunnskólans á Eskifirði kl. 20:00


1. Hilmar Sigurjónsson setti fundinn, bauð fólk velkomið en alls sátu sjötíu menn fundinn. Hilmar kynnti nánar fyrirkomulag fundarins og dagskrá. Friðrik Þorvaldsson var tilnefndur ritari fundarins og Guðmann Þorvaldsson sá um tæknimál.


2. Hilmar las upp tillögu að stofnun Íbúasamtaka Eskifjarðar. Var hún samþykkt samhljóða.


3. Tillaga var lögð fram að lögum Íbúasamtaka Eskifjarðar. Hver grein var lesin upp, rædd og nauðsynlegar breytingar gerðar. Lögin voru svo lögð fram til samþykktar í heild og þau samþykkt samhljóða. (Sjá lög)


4. Kosning stjórnar. Eftirtaldir voru kosnir í fyrstu stjórn íbúasamtakanna.

Aðalmenn :

Petra Vignisdóttir

Daníel Arason

Þórlindur Magnússon

Guðrún Gunnlaugsdóttir

Grétar Rögnvarsson


Varamenn :

Kristjana Guðmundsdóttir

Guðni Kristinsson


Endurskoðendur reikninga :

Hilmar Sigurjónsson

Friðrik Þorvaldsson


Var Daníel Arasyni falið að kalla stjórnina saman til fyrsta fundar þar sem stjórnin skiptir með sér verkum.


5. Ákvörðun árgjalds. Ákveðið var að árgjald yrði kr. 500.


6. Önnur mál - Til máls tóku :

A) Ölver Guðnason þakkaði stofnun félagsins og hvatti alla til dáða og góðrar vinnu í þágu Eskifjarðar.

B) Aðalsteinn Valdimarsson son lýsti ánægju með stofnun íbúasamtakanna og hvatti alla til virkrar þátttöku í þeim.

C) Jens Garðar Helgason óskaði öllum til hamingju með stofnun samtakanna og ræddi mikilvægi þeirra í samskiptum við ráð og nefndir sveitarfélagsins. Einnig ræddi hann um mikilvægi þess að íbúasamtökin störfuðu á jákvæðan hátt til heilla Eskifirði.

D) Guðjón Björnsson óskaði fundarmönnum til hamingju með þennan áfanga því hagur Eskifjarðar hefði versnað eftir sameiningu við önnur bæjarfélög og nauðsynlegt væri að standa vörð um góð málefni sem vinna þyrfti að á Eskifirði.

E) Ölver Guðnason taldi að stjórnin þyrfti að vinna að málum sem skapast hafa í læknamálum staðarins.

F) Björn Grétar Sveinsson lýsti ánægju með stofnun íbúasamtaka. Hann taldi hlutverk þeirra stórt og mikilvægi þeirra mikið varðandi stjórnkerfi bæjarins. Ræddi hann læknamálin lítillega.

G) Jens Garðar Helgason taldi það sterkt innlegg ef stjórnir íbúasamtaka sunnan Oddsskarðs tækju höndum saman og sendu skýr skilaboð um læknamálin á þessum stöðum til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.


7. Hilmar þakkaði fundarmönnum komuna og fundi var slitið kl. 21:00

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar

Haldinn fimmtudaginn 14.01.2010

í sal Grunnskólans á Eskifirði kl. 20:00


1. Hilmar Sigurjónsson setti fundinn, bauð fólk velkomið en alls sátu sjötíu menn fundinn. Hilmar kynnti nánar fyrirkomulga fundarins og dagskrá. Friðrik Þorvaldsson var tilnefndur ritari fundarins og Guðmann Þorvaldsson sá um tæknimál.


2. Hilmar las upp tillögu að stofnun Íbúasamtaka Eskifjarðar. Var hún samþykkt samhljóða.


3. Tillaga var lögð fram að lögum Íbúasamtaka Eskifjarðar. Hver grein var lesin upp, rædd og nauðsynlegar breytingar gerðar. Lögin voru svo lögð fram til samþykktar í heild og þau samþykkt samhljóða. (Sjá lög)


4. Kosning stjórnar. Eftirtaldir voru kosnir í fyrstu stjórn íbúasamtakanna.

Aðalmenn :

Petra Vignisdóttir

Daníel Arason

Þórlindur Magnússon

Guðrún Gunnlaugsdóttir

Grétar Rögnvarsson


Varamenn :

Kristjana Guðmundsdóttir

Guðni Kristinsson


Endurskoðendur reikninga :

Hilmar Sigurjónsson

Friðrik Þorvaldsson


Var Daníel Arasyni falið að kalla stjórnina saman til fyrsta fundar þar sem stjórnin skiptir með sér verkum.


5. Ákvörðun árgjalds. Ákveðið var að árgjald yrði kr. 500.


6. Önnur mál - Til máls tóku :

A) Ölver Guðnason þakkaði stofnun félagsins og hvatti alla til dáða og góðrar vinnu í þágu Eskifjarðar.

B) Aðalsteinn Valdimarsson son lýsti ánægju með stofnun íbúasamtakanna og hvatti alla til virkrar þátttöku í þeim.

C) Jens Garðar Helgason óskaði öllum til hamingju með stofnun samtakanna og ræddi mikilvægi þeirra í samskiptum við ráð og nefndir sveitarfélagsins. Einnig ræddi hann um mikilvægi þess að íbúasamtökin störfuðu á jákvæðan hátt til heilla Eskifirði.

D) Guðjón Björnsson óskaði fundarmönnum til hamingju með þennan áfanga því hagur Eskifjarðar hefði versnað eftir sameiningu við önnur bæjarfélög og nauðsynlegt væri að standa vörð um góð málefni sem vinna þyrfti að á Eskifirði.

E) Ölver Guðnason taldi að stjórnin þyrfti að vinna að málum sem skapast hafa í læknamálum staðarins.

F) Björn Grétar Sveinsson lýsti ánægju með stofnun íbúasamtaka. Hann taldi hlutverk þeirra stórt og mikilvægi þeirra mikið varðandi stjórnkerfi bæjarins. Ræddi hann læknamálin lítillega.

G) Jens Garðar Helgason taldi það sterkt innlegg ef stjórnir íbúasamtaka sunnan Oddsskarðs tækju höndum saman og sendu skýr skilaboð um læknamálin á þessum stöðum til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.


7. Hilmar þakkaði fundarmönnum komuna og fundi var slitið kl. 21:00

Friday, January 15, 2010

Lög Íbúasamtaka eskifjarðar

Lög íbúasamtaka Eskifjarðar

Samþykkt á stofnfundi.....14.janúar 2010



1. grein

Samtökin heita Íbúasamtök Eskifjarðar, skammstafað Í.S.E.

Félagssvæðið er Eskifjörður. Heimili og varnarþing samtakanna er á Eskifirði.


2. grein

Tilgangur samtakanna er:

....að vinna að framfara- og hagsmunamálum íbúa Eskifjarðar

....að stuðla að samhug og samstarfi íbúanna


3. grein

Allir íbúar Eskifjarðar, sem þar eiga lögheimili og greiða félagsgjöld, teljast félagar. Kjörgengi hafa allir lögskráðir íbúar Eskifjarðar 18 ára og eldri.


4. grein

Stjórn Í.S.E. fer með æðsta vald í málefnum samtakanna milli aðalfunda.

* Stjórn Í.S.E. skal skipuð fimm stjórnarmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.

* Kjörtímabilið er til tveggja ára. Stjórnarmenn geta verið endurkjörnir tvisvar í röð. Skal kjósa tvo stjórnarmenn á jöfnu ártali en þrjá hitt árið. Varamenn skulu vera tveir og kosnir árlega. Stjórn skiptir með sér verkum. Einnig skal á aðalfundi kjósa tvo skoðunarmenn reikninga samtakanna til eins árs.


5. grein

Formaður boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Skylt er að halda stjórnarfund ef þrír stjórnarmenn óska þess. Ef aðalmaður getur ekki mætt skal kalla varamann í hans stað. Stjórnarfundur er lögmætur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar af formaður eða varaformaður. Stjórnin skal halda gerðabók um störf sín.


6. grein

Málefnum samtakanna er stjórnað af: a) Aðalfundi b) Stjórn félagsins.


7. grein

Aðalfund skal halda ár hvert í september, og skal hann auglýstur opinberlega með fjórtán daga fyrirvara og telst fundarboðunin þá lögleg. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Séu lagabreytingar fyrirhugaðar skal þess getið í fundarboði og jafnframt hvaða greinum laganna fyrirhugað er að breyta. Einfaldur meirihluti ræður niðurstöðu mála, nema lagabreytingar sem þurfa 2/3 hluta greiddra atkvæða.


Dagskrá aðalfundar:

1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.

2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um störf á liðnu ári.

3. Gjaldkeri skýrir reikninga samtakanna.

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga samtakanna.

5. Reikningar bornir undir atkvæði.

6. Árgjald ákvarðað

7. Lagabreytingar.

8. Kosningar samkvæmt 4. grein þessara laga.

9. Önnur mál.

10. Fundarslit.


8. grein

Stjórnin skal boða til almenns íbúafundar a.m.k. einu sinni á ári og ef ákveðnar óskir koma fram þar að lútandi. Fundurinn skal auglýstur og með viku fyrirvara.


9. grein

Stjórn er heimilt að stofna nefndir á hverjum tíma eftir því sem þörf krefur. Nefndir samtakanna skulu hafa fullt samráð við stjórnina um mál er varða samtökin og halda gerðabók um störf sín.


10. grein

Lögum þessum má aðeins breyta með 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi. Tillaga að lagabreytingum skal berast stjórn félagsins í síðasta lagi 15. ágúst.


11. grein

Ef leggja á samtökin niður getur það einungis gerst á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða. Eignir samtakanna skulu þá renna til íþrótta- og æskulýðsmála á

félagssvæðinu. Ákvæði til bráðabirgða.Vegna framkvæmdar á grein 4 á stofnfundi skal kjósa 3 aðalmenn í stjórn sem sitja til aðalfundar 2011 og 2 sem sitja til aðalfundar 2012.

      SAMÞYKKT Á STOFNFUNDI 14. Janúar 2010.


      _________________________

      Friðrik Þorvaldsson fundarritari.


      _________________________

      Hilmar Sigurjónsson fundarstjóri.

Thursday, January 14, 2010

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar var haldinn kl. 20.00 í Grunnskóla Eskifjarðar fimmtudaginn 14. janúar 2010. Stofnfélagar voru 64 og eru eftirtaldir:

Berglind Ingvarsdóttir - Strandgata 120
Sævar Guðjónsson - Strandgata 120
Ingibjörg Þ. Stefánsdóttir - Bakkastígur 6
Bentína Ósk Gylfadóttir - Dalbarð 11
Pétur H. Georgsson - Dalbarð 11
Aðalsteinn Valdimarsson - Strandgata 87 a
Jóhanna Kr. Rafnsdóttir - Fífubarð 8
Jónína Guðnadóttir - Steinholtsvegur 4
Jósep Snæbjörnsson - Steinholtsvegur 4
Gísli Benediktsson - Strandgata 21a
Alrún Kristmannsdóttir - Strandgata 21a
Arnheiður Klausen - Strandgata 21a
Kristján Valur Sigurðsson - Bleiksárhlíð 32
Valdimar Aðalsteinsson - Strandgata 11b
Guðrún Stefánsdóttir - Langidalur 16
Anton Pétursson - Langidalur 16
Hreggviður Sigtryggsson - Lambeyrarbraut 4
Þórey Dögg Pálmadóttir - Strandgata 75a
Hjalti Sigurðsson - Strandgata 75a
Hilmar Sigurjónsson - Strandgata 64
Friðrik Á Þorvaldsson - Fífubarð 6
Ölver Guðnason - Lambeyrarbraut 6
Hjálmar Gísli Rafnsson - Strandgata 15
Erna Rafnsdóttir - Tungustígur 5
Helgi Rafnsson - Fagrahlíð 21
Hrönn Reynisdóttir - Fagrahlíð 21
Árni Helgason - Hlíðarendavegur 7
Elínborg Þorsteinsdóttir - Strandgata 87a
Auður Valdimarsdóttir - Bleiksárhlíð 58
Guðjón Björnsson - Bleiksárhlíð 58
Björn Grétar Sveinsson - Bleiksárhlíð 10
Guðfinna Björnsdóttir - Bleiksárhlíð 10
Jóhanna V Lauritzdóttir - Helgafell 5
Guðnýu Árnadóttir - Bleiksárhlíð 25
Petra V. Vignisdóttir - Bleiksárhlíð 11
Daníel Arason - Bleiksárhlíð 2
Þórlindur Magnússson - Bleiksárhlíð 61
Kristjana Atladóttir - Túngata 2
Pétur Marinó Frederiksson - Túngata 3
Guðrún Gunnlaugsdóttir - Bleiksárhlíð 53
Sigurður Ingvarsson - Bleiksárhlíð 53
Benna J Rósantsdóttir - Fagrahlíð 17
Unnur Eiríksdóttir - Strandgata 11b
Sigríður H Pálsdóttir - Fífubarð 2
Michele Terraine Árnason - Brekkubarð 1
Þórhallur Árnason - Brekkubarð 1
Þóra Jóna Kemp Árbjörnsdóttir - Svínaskálahlíð 5
Eydís Ásbjörnsdóttir - Bleiksárhlíð 21
Kjartan L Pétursson - Bleiksárhlíð 44
Hannes Sigmarsson - Bleiksárhlíð 38
Guðrún Helga Jónsdóttir - Bleiksárhlíð 38
Aðalheiður Ingimundardóttir - Bogahlíð 14
Kristjana Guðmundsdóttir - Strandgata 93
Jens Garðar Helgason - Bakkastígur 2
Andrég Gunnlaugsson - Svínaskálahlíð 15
Ragnar V Jónsson Túngata 3
Guðrún óladóttir - Miðdalur 11
Guðni Kristinsson - Miðdalur 11
Grétar Rögnvarsson - Bleiksárhlíð 60
Sóley Valdimarsdóttir - Strandgata 59
Ragnar Jón Grétarsson - Strandgata 59
Einar Þorvaldsson - Hólsvegur 11
Kamma Dögg Gísladóttir - Strandgata 63
Svava I Sveinbjörnsdóttir - Strandgata 9a

Fyrsta stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar var kjörin á fundinum. Hana skipa:

Aðalmenn:
Petra Vignisdóttir
Daníel Arason
Þórlindur Magnússon
Guðrún Gunnlaugsdóttir
Grétar Rögnvarsson

Varamenn:
Kristjana Guðmundsdóttir
Guðni Kristinsson

Endurskoðendur reikninga:
Hilmar Sigurjónsson
Friðrik Þorvaldsson