Sunday, January 23, 2011

Félagsaðild

Á tveim síðustu fundum stjórnar Íbúasamtakanna hefur komið upp umræða um félagsaðild og félagsgjöld. Nú hafa einungis um 40 manns greitt félagsgjöldin, sem er ekki einu sinni sami fjöldi og skráði sig sem stofnfélaga samtakanna.
Félagsgjöldin eru einungis 500 kr. og eru kannski frekar táknræn - en þó ekki alveg. Safnast þegar saman kemur og ef við hugsum til næstu 5-10 ára þá er kannski ekki alvitlaust að samtökin komi sér upp einhverjum smá sjóði, það er aldrei að vita hvenær það getur komið sér vel. Einnig má vel hugsa sér þær aðstæður að samtökin vilji fara út í aðgerðir se kosta fjármuni.

Í mörgum félagasamtökum er það þannig að félagið vinnur einungis í þágu félagsmanna. Svo er ekki um íbúasamtökin, þau eiga að vinna í þágu allra íbúa Eskifjarðar og munu gera það. Það er hins vegar mun áhrifaríkara ef Eskfirðingar eru þá félagar í samtökunum. Það gefur stjórnarmönnum aukna hvatningu til að vinna vel og leggja á sig þá vinnu sem þarf fyrir samtökin, og einnig er það gott fyrir okkur að geta vitnað til þess að svo og svo margir Eskfirðingar séu skráðir í samtökin.

Þess vegna hvet ég alla, og ég meina ALLA, Eskfirðinga til að ganga í samtökin og greiða félagsgjöldin.

Kveðja, Daníel Arason formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar

Fundur 2. sept 2010 - Fundargerð

Fundur var haldinn í stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar fimmtudaginn 2. september 2010 á sólpalli Grétars Rögnvarssonar. Mætt voru Daníel Arason, Petra Jóhanna Vignisdóttir og Grétar Rögnvarsson.

1. Samtökin hafa nú fengið kennitölu og Petra ætlar að stofna reikning í bankanum. Svo getur hún byrjað að rukka en hún ætlar að senda út tölvupósta en ekki greiðsluseðla. Örfáir félagar hafa ekki netföng og ætlar Petra að hafa samband við þá persónulega.

2. Petra talaði um að hún hefði heyrt frá fólki sem vill gera svæðið fyrir ofan vélaverkstæðið að miðbæjarreit en nú stendur þar sem kunnugt er hálfhrunið hús og rústir einar. Það var samþykkt að óska eftir upplýsingum frá bæjarráði um stöðu mála, hver ætti húsið og hvort hægt væri að semja um t.d. að Eskfirðingar tækju að sér niðurrif á því.

3. Staðsetning Hulduhlíðar hinnar nýju. Samþykkt að beina fyrirspurn til bæjarráðs (á fyrirhuguðum fundi ráðsins með stjórn íbúasamtakanna) um af hverju þessi staðsetning var valin, mögulegar aðrar staðsetningar og hvaða samráð var haft við bæjarbúa um staðsetninguna.

4. Tillaga kom fram um að framvegis verði fundir stjórnar fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 5 í skólanum. Fundir verða frá september til maí.

5. Það þarf að halda aðalfund samtakanna í september og auglýsa með 14 daga fyrirvara. Dreifibréf íbúasamtakanna er því sem næst tilbúið og það verður auglýst í því. Rætt um hvort hentugra sé að halda aðalfundina í maí í lok starfsársins.

* Rætt um að kanna það á aðalfundinum hvort félagar séu almennt að nota bloggsíðuna og hvort mönnum finnist það erfitt.

* Rætt um að inna Lolla eftir því hvort hann hafi eitthvað hreyft við umræðunni um skiltamálin. Petra minntist á handmáluðu skiltin á Reyðarfirði og hvort við gætum gert eitthvað slíkt, þá líklega í samstarfi við grunnskólann.

Fleira ekki gert og fundi slitið um 18.00.

Fundarritari Daníel Arason.

7. fundur - Fundargerð

7.fundur í Íbúasamtökum Eskifjarðar 2.desember 2010.

Mættir voru Daníel Arason,Grétar Rögnvarsson,Petra Vignisdóttir,Guðrún H.Jónsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir.

Fyrst var rætt um félagsgjöld og innheimtu þeirra,ætlast er til að greitt sé inn á reikning í banka en gjaldkeri taki ekki við greiðslunni.

Ákveðið var að senda fyrirspurn til bæjarráðs um hækkun á hitaveitugjöldum og einnig athuga hverjar hækkanir hafa verið síðustu ár.

Rætt um nauðsyn þess að leggja göngustíga út í Hólmanes.

Ákveðið að koma því á framfæri við bæjaryfirvöld hvort ekki væri hægt að bæta úr þessu.

Einnig að lagfæra gönguleiðir inn í dal og setja bekki á nokkrum stöðum svo fólk geti fengið sér sæti og hvílt sig.

Umræður urðu um Eskifjörð sem ferðamannastað og þá þjónustu sem upp á er boðið hér og hvað þarf að vera.

Rætt var um gömul hús, notkun þeirra og hver eigi að bera kostnað af lagfæringu þeirra.

Fleira ekki rætt.

6. fundur - Fundargerð

6.fundur í stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar þriðjudaginn 2.nóvember 2010 kl.17.00:

Mætt eru:

Daníel,Grétar,Kristjana,Guðrún H.(á Mel)Fundargerð ritar Daníel.

1.Edduborgarreiturinn(þarf að finna almennilegt nafn á þennan stað).

Tillaga Íbúasamtakana er að gera þarna miðbæjarsvæði með útisviði og svæði þar sem fólk getur komið saman,setja upp bekki,stíga,gróður ofl.

Samþykkt var að efna til e.k hugmyndasamkeppni á bloggsíðunni og á facebooksíðunni.

Formanni falið að kanna stöðuna á því hvenær á að rífa húsið og hvaða ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum.

2.Gamli barnaskólinn.

Grétar ætlaðai að tala við syni Alla Valda og Daníel við Þórhall,Frissa og Guðmann.

Tilgangurinn er að athuga hvort þessir einstaklingar hafa áhuga á að taka að sér að leiða hollvinasamtök gamla skólans.

3.Málefni Veraldarvina.

Formanni falið að spyrjast fyrir um það hjá bænum á hvaða kjörum Veraldarvinir eru hér og hvort að Fjarðabyggð beri einhvern kostnað vegna þeirra.

4.Rætt vítt og breitt um málefni heilsugæslunnar.Hugmynd kom fram um að Fjarðabyggð ásamt stórum fyrirtækjum í bænum séu ístakk búin að ráða lækni í vinnu ef áform um lokanir heilsugæslustöðva á Eskifirði ogFáskrúðsfirði verða að veruleika.

5.Hraðakstur í bænum+merkingar á skiltum.

Samþykkt var að senda lögreglu ábendingu um að við höfum orðið vör við aukinn hraðakstur í bænum og að minna á að enn sé umferðarmerkingum ábótavant í bænum,t.d merkingar við skólana.

Fleira ekki gert,fundi slitið ,kl.18.00.

5. fundur, aðalfundur - Fundargerð

5.Aðalfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar haldinn í Grunnskólanum á Eskifirði.

Formaður setti fundinn.

Fundarstjóri var kosinn Hilmar Sigurjónsson.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og sagði frá starfi félagsins.

Umræður um skýrslu stjórnar.

Ekki voru lagðir fram reikningar þar sem enginn kostnaður hafði verið frá stofnun.

Íbúasamtökin eru einmitt vettvangur fyrir fólk til að koma á framfæri sínum hugmyndum.

Spurt var um gömlu kirkjuna,en nú er byrjað að taka hana í gegn.

Spurt var um nýja hjúkrunarheimilið.

Jens Garðar svarðai því að ekki væri um annað að ræða en þessa staðsetningu og sagði að samkvæmt stefnu í málefnum aldraðra ættu aðeins að vera á slíkum heimilum þeir sem þyrftu hjúkrunar við,fólk sem hefði hreyfifærni ætti að fá heimaþjónustu.

Petra kynnti fyrirkomulag innheimtu félagsgjalda.

Tillaga um árgjald 500kr.samþykkt samhljóða.

Lagabreytingar:

Daníel lagði til að aðalfundur verði haldinn í maí ár hvert,samþykkt samhljóða.

Kosning stjórnar:

Stjórnin var endurkjörin nema Þórlindur gaf ekki komst á sér, Guðrún H.Jónsdóttir var kosin í varastjórn.

Er stjórnin þannig skipuð:

Daníel Arason formaður.

Petra Vignisdóttir gjaldkeri.

Grétar Rögnvarsson varaformaður.

Guðrún Gunnlaugsdóttir ritari.

Kristjana Guðmundsdóttir meðstjórnandi.

Guðrún H.Jónsdóttir varamaður í stjórn.

Önnur mál:

Umræður urðu um heilsugæslumál en nú er ofan á allt annað boðaður mikill niðurskurður í heilbrigðisþjónustu.

Umræður urðu um umhverfismál.

Lagt til að verðlauna fyrir góða umgengni.

Bent var á að hægt væri að sækja um styrki til Alcoa.

Fundur með bæjarráði - Fundargerð

05.10 2010.

Fóru Guðrún Gunnlaugsdóttir, Grétar og Daníel á fund með bæjarráði sem við höfðum verið boðuð á.

Þar var rætt um ýmis máls sem á döfinni eru, einnig var óskað eftir tillögum frá íbúasamtökunum, um það sem um væri verið að fjalla.

4. fundur - Fundargerð

4.fundur .

Fundur í stjorn íbúasamtaka Eskifjarðar.

Mættir voru:

Daníel,Kristjana,Þórlindur ,Petra og Guðrún.

1. Rædd ýmis praktísk mál,svo sem að fá kennitölu og hvernig haga skuli innheimtu félagsgjalda. Ætlar Petra að kanna þetta mál.

2. Næst var tekið á dagskrá tillögur ályktun í læknamálum,fram hafa komið tvær ályktanir innan stjórnarinnar annars vegar frá Grétari Rögnvarssyni svohljóðandi:

„Stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar sendir frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu(ályktun):

Fyrir hönd íbúasamtaka Eskifjarðar hörmum við það ástand sem hér ríkir í læknamálum.

Viljum að þau mál verði leyst á farsælan hátt og Hannes Sigmarsson verði ráðinn aftur sem læknir í Fjarðabyggð, en hann hefur nú þegar sótt um starf sem auglýst var hér við embættið.

Þá viljum við líka benda á að fjölskylda Hannesar hefur þurft að fara í gegnum mjög erfiða tíma og kominn tími til að því ástandi ljúki með ráðningu Hannesar.

Íbúar hér hafa haft miklar áhyggjur af þessu ástandi,sérstaklega eldra fólk sem vant var þeirri góðu læknisþjónustu sem hér var.

Skorum á heilbrigðisráðherra að taka af skarið og beita sérfyrir því að Hannes verði ráðinn hér sem læknir nú þegar.“.

Hins vegar var tillaga Daníels sem hljóðaði svo:

„Stjórn íbúasamtaka Eskifjarðar sendir frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu(ályktun):

Fyrir hönd íbúasamtaka Eskifjarðar hörmum við það ástand sem ríkir í læknamálum á Eskifirði og reyndar sunnan Oddskarðs almennt. Viljum að þau mál verði leyst á farsælan hátt. Við höfum orðið vör við mjög eindreginn vilja íbúa Eskifjarðar að Hannes Sigmarsson verði endurráðinn.

Stjórnin átti fund með fulltrúum HSA(Valdimar Hermannssyni og Lilju Aðalssteinsdóttur) og þar komu ekki fram neinar haldgóðar skýringar á uppsögn Hannesar. Því beinum við því til heilbrigðisyfirvalda að leggja fram ítarlegan rökstuðning til bæjarbúa á ástæðum þess að Hannesi Sigmarssyni var sagt upp störfum en ef ekkert finnst athugavert við störf Hannesar að hann verði ráðinn aftur sem læknir í Fjarðabyggð,en hann hefur nú þegar sótt um starf sem auglýst var hér við embættið.

Þá viljum við líka benda á að fjölskylda Hannesar hefur þurft að fara í gegnum mjög erfiða tíma og kominn tími til að því ástandi ljúki með ráðningu Hannesar.

Íbúar hér hafa haft miklar áhyggjur af þessu ástandi,sérstaklega eldra fólk sem vant var þeirri góðu læknisþjóustu sem hér var.

Skorum á heilbrigðisráðherra að taka af skarið og beita sér fyrir því að þessi mál verði til lykta leidd hið fyrsta“.

Guðrún Gunnlaugsdóttir bað þá um orðið og lýsti sig samþykka tillögu Grétars en taldi að tillaga Daníels væri þess eðlils að þar skorti þekkingu á því sem á undan er gengið í málinu.

Rakti hún aðdraganda málsins og sagði frá því sem rannsakað hefur í málinu.

Tvisvar hjá embætti sýslumanns hér á Eskifirði.

Hjá ríkissaksóknara.

Hjá ríkisendurskoðun.

Hjá landlæknisembættinu.

Enginn þessara aðila fann neitt sem hægt er að ákæra fyrir.

Í upphafi málsins var um að ræða ofgreidd laun vegna misstaka í Exelskjali en forstöðumaður HSA sagði ósatt um það mál og hóf með dyggri aðstoð fjölmiðla það ferli sem hér hefur verið rakið.

Undirskriftir til stuðnings Hannesi fóru þannið að 830 manns skrifuðu undir og gegn stjórn HSA skrifuðu 800.

Því taldi Guðrún að algerlega ástæðulaust væri að rannsaka þetta mál meira þar sem allt lægi á borðum.

Níðurstaða þessara umræðna varð sú að taka undir ályktun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem samþykkt var á bæjarráðsfundi 23.03 2010,voru allir sammála um það.

Verður ályktunin send fjölmiðlum og í heilbrigðisráðuneytið.