Tuesday, January 19, 2010

Fundargerð stofnfundar Íbúasamtaka Eskifjarðar

Stofnfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar

Haldinn fimmtudaginn 14.01.2010

í sal Grunnskólans á Eskifirði kl. 20:00


1. Hilmar Sigurjónsson setti fundinn, bauð fólk velkomið en alls sátu sjötíu menn fundinn. Hilmar kynnti nánar fyrirkomulag fundarins og dagskrá. Friðrik Þorvaldsson var tilnefndur ritari fundarins og Guðmann Þorvaldsson sá um tæknimál.


2. Hilmar las upp tillögu að stofnun Íbúasamtaka Eskifjarðar. Var hún samþykkt samhljóða.


3. Tillaga var lögð fram að lögum Íbúasamtaka Eskifjarðar. Hver grein var lesin upp, rædd og nauðsynlegar breytingar gerðar. Lögin voru svo lögð fram til samþykktar í heild og þau samþykkt samhljóða. (Sjá lög)


4. Kosning stjórnar. Eftirtaldir voru kosnir í fyrstu stjórn íbúasamtakanna.

Aðalmenn :

Petra Vignisdóttir

Daníel Arason

Þórlindur Magnússon

Guðrún Gunnlaugsdóttir

Grétar Rögnvarsson


Varamenn :

Kristjana Guðmundsdóttir

Guðni Kristinsson


Endurskoðendur reikninga :

Hilmar Sigurjónsson

Friðrik Þorvaldsson


Var Daníel Arasyni falið að kalla stjórnina saman til fyrsta fundar þar sem stjórnin skiptir með sér verkum.


5. Ákvörðun árgjalds. Ákveðið var að árgjald yrði kr. 500.


6. Önnur mál - Til máls tóku :

A) Ölver Guðnason þakkaði stofnun félagsins og hvatti alla til dáða og góðrar vinnu í þágu Eskifjarðar.

B) Aðalsteinn Valdimarsson son lýsti ánægju með stofnun íbúasamtakanna og hvatti alla til virkrar þátttöku í þeim.

C) Jens Garðar Helgason óskaði öllum til hamingju með stofnun samtakanna og ræddi mikilvægi þeirra í samskiptum við ráð og nefndir sveitarfélagsins. Einnig ræddi hann um mikilvægi þess að íbúasamtökin störfuðu á jákvæðan hátt til heilla Eskifirði.

D) Guðjón Björnsson óskaði fundarmönnum til hamingju með þennan áfanga því hagur Eskifjarðar hefði versnað eftir sameiningu við önnur bæjarfélög og nauðsynlegt væri að standa vörð um góð málefni sem vinna þyrfti að á Eskifirði.

E) Ölver Guðnason taldi að stjórnin þyrfti að vinna að málum sem skapast hafa í læknamálum staðarins.

F) Björn Grétar Sveinsson lýsti ánægju með stofnun íbúasamtaka. Hann taldi hlutverk þeirra stórt og mikilvægi þeirra mikið varðandi stjórnkerfi bæjarins. Ræddi hann læknamálin lítillega.

G) Jens Garðar Helgason taldi það sterkt innlegg ef stjórnir íbúasamtaka sunnan Oddsskarðs tækju höndum saman og sendu skýr skilaboð um læknamálin á þessum stöðum til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.


7. Hilmar þakkaði fundarmönnum komuna og fundi var slitið kl. 21:00

No comments:

Post a Comment