Thursday, November 25, 2010

Jólatré

Jæja, þá er það ljóst að jólatré Eskifjarðar í ár verður staðsett við kirkjuna. Þrír stjórnarmenn lýstu þeirri skoðun að það ætti að vera við kirkjuna, tveir vildu smábátahöfnina og tveir hér á blogginu vildu Hulduhlíð.

Thursday, November 11, 2010

Jólatré

Bæjaryfirvöld hafa sett sig í samband við stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar varðandi staðsetningu á jólatré Eskfirðinga í ár. Fjarðabyggð mun kosta uppsetningu á einu jólatré í hverjum byggðakjarna þetta árið og vil að íbúarnir fái að segja sína skoðun á því hvar það eigi að vera.
Hafa ber samt í huga að ekki er unnt að leggja í fjárfrekar framkvæmdir því að fyrir svona tré þarf að steypa veglegar festingar. Þær hefur fjarðabyggð þegar látið gera við smábátahöfnina þar sem tré hefur verið undanfarið.
Eskfirðingar, komið nú með ykkar álit á því hvar þið viljið hafa tréð staðsett.

Kveðja, stjórn Íbúasamtakanna.