Monday, February 1, 2010

Erindi til stjórnar - gamli skólinn

Aðalsteinn Valdimarsson kom því erindi til stjórnar íbúasamtakanna að hún fjallaði um gamla barnaskólann á Eskifirði sem nú stendur auður og í niðurníðslu eins og menn vita. Þetta er auðvitað mjög merkilegt hús fyrir okkur Eskfirðinga og var reist í sjálfboðavinnu meira og minna. Gaman væri ef einhverjir gætu frætt okkur meira um sögu hússins.

En erindi Aðalsteins var reyndar það að íbúasamtökin beittu sér fyrir endurreisn skólans. Vill stjórnin nú bjóða Eskfirðingum að tjá sig um málið. Það þarf auðvitað að kanna það frá bæjaryfirvöldum hver stefna þeirra er með húsið, en hafa menn einhverjar hugmyndir um hvaða tilgangi húsið gæti þjónað í framtíðinni? Svo er auðvitað spurning um kostnað við endurbyggingu og hvernig að henni yrði þá staðið.
Endilega kommentið á þetta.

Stjórnin

2 comments:

  1. Ég hef trú á því að það væri hægt að gera töluvert í uppbyggingu þessa húss aftur í sjálfboða vinnu.
    Það væri hægt að mæta með einhverja úr björgunarsveitinni og taka þátt í þeirri vinnu.

    Ég veit að þetta hús á taugar til margra Eskfirðinga, og væri það mér mikill heiður að fá að taka þátt í uppbyggingu á þessu merka húsi, ég er allavega til í að bjóða fram mína krafta og skal tala við strákana í sveitinni hvort þeir séu ekki sama sinnis.

    Kv Ingólfur Arnarsson

    ReplyDelete
  2. Ég hef trú á því að það mælist vel fyrir hjá flestum að endurbyggja gamla skólann. Það er eflaust hægt að finna margvísleg not fyrir hann, t.d. félagsmiðstöð að nýju, þar sem að núverandi félagsmiðstö verður aldrei annað en bráðabirgðar lausn, og er í raun allt of lítil. Einnig mætti hugsa sér að nýta húsið sem aðstöðu fyrir ýmiskonar listsköpun jafnvel með lítilli íbúð eða herbergjum fyrir gestalistamenn, leiðbeinendur, rithöfunda, tónlistarmenn o.fl. Einnig aðstöðu til að sýna afrakstur námskeiða. Ég man þá tíð þegar kenndur var dans í gamla skólanum og sýnt inni í Valhöll.

    Hvað varðar endurbygginguna og fjármögnun, þá dettur mér í hug að hægt væri að leita til fólks og fyrirtækja, en ekki eingöngu hér á staðnum. T.d. mætti leita til byggingavöruverslana um styrki og byggingarefni og eflaust yrðu góðar fjárheimtur hjá brottfluttum Eskfirðingum.

    Það yrði verulegur sjónarsviptir ef gamli skólinn yrði rifinn og vil ég benda á til umhugsunar endurbygginguna á Framkaupstað og hversu glæsilegt það hús er í dag.

    Að lokum hvet ég fleiri til að koma með tillögur, bæði um LIFANDI hlutverk gamla skólans og um fjáröflunarleiðir. Mér segir svo hugur að það verði á brattann að sækja að fá bæjaryfirvöld til að slengja fram nokkrum millum í endurbyggingu.

    Kveðja, Valdimar Aðalsteinsson

    ReplyDelete