Tuesday, February 23, 2010

Fundur með fulltrúum HSA


Þann 30. janúar var haldinn fundur með stjórn íbúasamtakanna og tveimur fulltrúum HSA, þeim Valdimar Hermannssyni og Lilju Aðalsteinsdóttur. Fundurinn var haldinn að ósk Valdimars og Lilju til að kynna nýtt skipurit HSA og breytt fyrirkomulag í daglegum rekstri HSA. Það ástand sem uppi er varðandi lækna á Eskifirði voru einnig rædd vítt og breitt. Eftirfarandi er minnisblað sem Valdimar og Lilja lögðu fram fyrir stjórn:

"

Heilsugæsla Fjarðabyggðar (HSG-FB)

    Róttækar skipulagsbreytingar tóku gildi innan HSA í nóvember 2008.Var HSA þá m.a. skipt upp í tvö rekstrarsvið, heilsugæslu utan Norðfjarðar sem Stefán Þórarinsson stýrði og Norðfjarðarreksturinn sem Lilja Aðalsteinsdóttir stýrði. Yfirlæknar og hjúkrunarstjórar voru einnig gerðir ábyrgari fyrir rekstri sinnar deildar, rekstrarstjórastöðurnar lagðar niður en þeir sem þeim sinntu tóku að sér sérstök verkefni þvert á stofnunina.

    Þessar breytingar gengu ekki fram nema að hluta til í HSG-FB því þar var Emil Sigurjónsson að hluta til áfram inni í rekstrarstjórahlutverkinu og fékk það verkefni síðan alfarið í framhaldi af brotthvarfi Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis 12. febrúar 2009.

    Auk þess að hjálpa Stefáni með rekstrarmálin hefur Emil annast daglega umsýslu og stuðning við starfsmenn en einnig haldið utan um skipulag læknavinnu og ráðningar lækna í samvinnu við Þórarin Baldursson.

    Í desember sl. var ákveðið að aðlaga hið nýja skipulag HSA að reynslunni sem fengin var en einnig að breyttum aðstæðum. Var m.a. ákveðið að rekstrarleg ábyrgð á HSG-FB færðist frá Stefáni yfir til Lilju. Valdimar O. Hermannsson verður rekstrarstjóri HSA í Fjarðabyggð og FSN með Lilju og verður jafnframt áfram forstöðumaður innkaupa og rekstrar hjá HSA.

    Við það að HSG-FB flyst rekstrarlega til Lilju og Valdimars verður allur rekstur HSA í Fjarðarbyggð á einni hendi og tækifæri skapast til þess að hefja nýja uppbyggingu eftir erfiðleikatímabil.

    Samþykktaferli reikninga fer til Valdimars og Lilju nema varðandi verktakasamninga lækna í heilsugæslunni sem verður áfram hjá Emil, a.m.k. fyrst um sinn.

    Emil mun áfram koma að ráðningamálum lækna í heilsugæslunni og skemalagningu á vinnu þeirra auk þess sem hann mun hjálpa til meðan á yfirfærslunni stendur.

    Almenn starfsmannaþjónusta flyst til Lilju og Valdimars, en Emil mun sem forstöðumaður starfsmannaþjónustu HSA, áfram koma að stærri málum, er varða breytingar á störfum.

    Sú stefna hefur verið mörkuð að í framtíðinni verði samvinna og samnýting starfsmanna milli FSN og HSG-FB aukin, þar sem mögulegt er, og þegar ný Oddskarðsgöng verða orðin að veruleika verði öll heilsugæsla í Fjarðabyggð sameinuð í eina.

    Aðalstarf Lilju og Stefáns sem faglegir yfirmenn hjúkrunar og lækninga HSA, breytist ekki."



No comments:

Post a Comment