Saturday, May 22, 2010

Ályktun Íbúasamtaka Eskifjarðar um læknamál á Eskifirði

Eskifjörður, 30. mars 2010.
Stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar harmar það ástand sem ríkir í læknamálum á Eskifirði og reyndar sunnan Oddsskarðs almennt. Viljum við að þau mál verði leyst á farsælan hátt. Íbúasamtök Eskifjarðar styðja því heilshugar við þá ályktun sem Bæjarráð Fjarðabyggðar sendi frá sér sem samþykkt var samhljóða á bæjarráðsfundi þann 23. mars 2010. Það er alveg ljóst að íbúar í Fjarðabyggð gera tilkall til að búa við öryggi í heilsugæsluþjónustu.

Ályktun Bæjarráðs Fjarðabyggðar, 23. mars, 2010.

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á heilbrigðisráðherra að leita leiða til þess að starfskraftar Hannesar Sigmarssonar heilsugæslulæknis megi áfram nýtast íbúum Fjarðabyggðar. Heilsugæsla á Eskifirði var með ágætum í hans tíð og íbúar hafa verið sáttir við hana. Ítrekaðar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós tilefni til ákæru vegna starfa Hannesar í heilsugæslu Fjarðabyggðar. Bæjarráð telur að starfsmannamál beri að leysa eftir þeim leiðum sem lög og kjarasamningar gera ráð fyrir. Minnt er á að góð heilsugæsla er einn grundvallarþátturinn í velferð og öryggiskennd íbúa.

Stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar,
Daníel Arason.
Grétar Rögnvarsson.
Guðrún Gunnlaugsdóttir.
Kristjana Guðmundsdóttir.
Petra Vignisdóttir.
Þórlindur Magnússon.

No comments:

Post a Comment