Saturday, May 22, 2010

Ályktun

Íbúasamtök Eskifjarðar hafa nú sent frá sér ályktun. Hana má lesa hér í færslunni að neðan.
Það er ljóst að það mál sem brunnið hefur heitast á Eskfirðingum undanfarin misseri er ástandið í læknamálum okkar. Íbúasamtökin hafa fjallað nokkuð um þetta og m.a. haldið fundi með fyrrv. lækni, Hannesi Sigmarssyni og annan fund með fulltrúum HSA.
Stjórnarmenn í samtökunum hafa fundið fyrir mjög miklum (svo ekki sé dýpra tekið í árinni) vilja Eskfirðinga um að Hannes Sigmarsson taki aftur við sínu gamla starfi sem læknir Eskfirðinga. Þeim vilja teljum við okkur nú hafa komið á framfæri með því að taka undir vel orðaða ályktun bæjarráðs Fjarðabyggðar um að allra leiða verði leitað til að svo megi verða.
Ályktunin hefur verið send á heilbrigðisráðherra og helstu fjölmiðla.

Daníel Arason, formaður Íbúasamtaka Eskifjarðar.

No comments:

Post a Comment