Monday, December 20, 2010

Fyrirspurn til bæjarráðs vegna læknamála í Fjarðabyggð

Stjórn Íbúasamtakanna hefur beint fyrirspurn til bæjarráðs vegna ástands í læknamálum í Fjarðabyggð. Fyrirspurninni var beint til bæjarráðs þegar fyrir lá stórfelldur niðurskurður í heilbrigðisþjónustu í Fjarðabyggð og fréttir bárust af lokun heilsugæslunnar á Eskifirði.
Íbúasamtökin stungu upp á að sú leið yrði farin að Fjarðabyggð og hin stærri fyrirtæki bæjarfélagsins (t.d. Alcoa, Síldarvinnslan, Loðnuvinnslan og jafnvel fleiri) sameinuðust um að ráða lækni eða lækna í vinnu, því að við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að Fjarðabyggð geti haft lækni/a á launaskrá.

Svar bæjarráðs verður birt hér á síðunni um leið og það berst en ef íbúar hafa áhuga á að ræða þessi mál hér er kommentakerfið opið.

1 comment:

  1. Sóley ValdimarsdóttirJanuary 6, 2011 at 12:51 PM

    Engin svör enn?
    Hvað með nýjasta útspilið hjá þessum háu herrum í HSA í sambandi við uppsögn læknaritarans hér á ESk. Hversu langt á þetta að ganga?

    ReplyDelete