Monday, December 20, 2010

Fyrirspurn til bæjarráðs vegna Veraldarvina

Stjórn Íbúasamtakanna hefur rætt málefni Veraldarvina og veru þeirra hér í bæ. Almenn ánægja er meðal stjórnarmanna með störf og framgöngu þessara ungmenna sem eru hér en tvö atriði höfum við viljað fræðast ögn betur um.
Í fyrsta lagi aðbúnað fólksins, sem hefur búið í gamla barnaskólanum. Það hús þótti ekki í ástandi til að hýsa félagsmiðstöðu unglinga á Eskifirði og hafa stjórnarmenn t.d. rætt að eldhætta gæti skapast og að þessi híbýli væru kannski ekki alveg það heppilegasta fyrir Veraldarvinina.
Hitt málið er kostnaður Fjarðabygðar (ef einhver væri) af veru fólksins á Eskifirði. Við beindum því fyrirspurn um það til bæjarráðs.

Fyrirspurnin er svohljóðandi:

"Stjórnin óskar eftir upplýsingum vegna búsetu Veraldarvina í gamla skólanum á Eskifirði, ekki síst með tilliti til þess að þarna býr fólk i húsi þar sem ekki þótti lengur ráðlegt að vera með félagsmiðstöð í. Stjórnin vekur athygli á því að þarna er verið að elda mat og að varað hefur verið við eldhættu í húsinu. Einnig óskar stjórnin eftir upplýsingum um kostnað Fjarðabyggðar vegna vinnu Veraldarvina í bænum."

Bæjarráð vísaði fyrirspurninni til mannvirkjastjóra sem svaraði henni skilmerkilega og má sjá minnisblað hans hér:


http://fjardabyggd.is/media/PDF/Fyrirspurn_ibuasamtaka_Eskifjardar__minnisblad_mannvirkjastjora.pdf

en erfitt er að birta minnisblaðið hér á bloggsíðunni vegna myndanna.

Stjórnin fagnar skilmerkilegum svörum mannvirkjastjóra en einhvers misskilnings virðist gæta hjá honum í niðurlagsorðum minnisblaðsins, því ekki er það ætlun stjórnarinnar að amast við veru Veraldarvina í bænum hafi það lítinn sem engann kostnað í för með sér, og einnig er stjórn samtakanna annt um öryggi fólksins og hússins sem það býr í.
Þá áteljum við okkur einnig rétt til að beina fyrirspurnum til starfsmanna bæjarfélagsins um hvert það mál sem við teljum okkur varða og það ætti að vera ljúf skylda starfsmanna að svara kjörnum fulltrúum íbúanna.

1 comment:

  1. Sæl verið þið ágætu Eskfirðingar. Við hjá Veraldarvinum erum afar ánægð með það samstarf sem við höfum átt við íbúa og yfirvöld Fjarðabyggðar. Hópar frá okkur hafa mörg undanfarin ár haldið til í gamla barnaskólanum og sjálfboðaliðarnir hafa í langflestum tivikum verið ánægðir með dvöl sína þar.

    Við erum tilbúin til þess að hjálpa til við standsetningu skólans og getum auðveldlega sent nokkra hópa næsta vor til þess að sinna því verkefni. Við erum einnig reiðubuin til þess að vera með hópa allt árið um kring á Eskifirði enda var reynsla okkar af þeim verkefnum sem við vorum með í gangi í október og nóvember mjög jákvæð.

    Gamli barnaskólinn er farinn að láta á sjá en húsið er fallegt og eflaust á fjöldi Eskfirðinga góðar minningar tengdar þessu húsi, það væri því gaman að geta sinnt húsinu betur og komið því í gott stand á næstu misserum.

    fyrir hönd Veraldarvinia

    Þórarinn Ívarsson

    ReplyDelete