Sunday, January 23, 2011

7. fundur - Fundargerð

7.fundur í Íbúasamtökum Eskifjarðar 2.desember 2010.

Mættir voru Daníel Arason,Grétar Rögnvarsson,Petra Vignisdóttir,Guðrún H.Jónsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir.

Fyrst var rætt um félagsgjöld og innheimtu þeirra,ætlast er til að greitt sé inn á reikning í banka en gjaldkeri taki ekki við greiðslunni.

Ákveðið var að senda fyrirspurn til bæjarráðs um hækkun á hitaveitugjöldum og einnig athuga hverjar hækkanir hafa verið síðustu ár.

Rætt um nauðsyn þess að leggja göngustíga út í Hólmanes.

Ákveðið að koma því á framfæri við bæjaryfirvöld hvort ekki væri hægt að bæta úr þessu.

Einnig að lagfæra gönguleiðir inn í dal og setja bekki á nokkrum stöðum svo fólk geti fengið sér sæti og hvílt sig.

Umræður urðu um Eskifjörð sem ferðamannastað og þá þjónustu sem upp á er boðið hér og hvað þarf að vera.

Rætt var um gömul hús, notkun þeirra og hver eigi að bera kostnað af lagfæringu þeirra.

Fleira ekki rætt.

No comments:

Post a Comment