Sunday, January 23, 2011

5. fundur, aðalfundur - Fundargerð

5.Aðalfundur Íbúasamtaka Eskifjarðar haldinn í Grunnskólanum á Eskifirði.

Formaður setti fundinn.

Fundarstjóri var kosinn Hilmar Sigurjónsson.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og sagði frá starfi félagsins.

Umræður um skýrslu stjórnar.

Ekki voru lagðir fram reikningar þar sem enginn kostnaður hafði verið frá stofnun.

Íbúasamtökin eru einmitt vettvangur fyrir fólk til að koma á framfæri sínum hugmyndum.

Spurt var um gömlu kirkjuna,en nú er byrjað að taka hana í gegn.

Spurt var um nýja hjúkrunarheimilið.

Jens Garðar svarðai því að ekki væri um annað að ræða en þessa staðsetningu og sagði að samkvæmt stefnu í málefnum aldraðra ættu aðeins að vera á slíkum heimilum þeir sem þyrftu hjúkrunar við,fólk sem hefði hreyfifærni ætti að fá heimaþjónustu.

Petra kynnti fyrirkomulag innheimtu félagsgjalda.

Tillaga um árgjald 500kr.samþykkt samhljóða.

Lagabreytingar:

Daníel lagði til að aðalfundur verði haldinn í maí ár hvert,samþykkt samhljóða.

Kosning stjórnar:

Stjórnin var endurkjörin nema Þórlindur gaf ekki komst á sér, Guðrún H.Jónsdóttir var kosin í varastjórn.

Er stjórnin þannig skipuð:

Daníel Arason formaður.

Petra Vignisdóttir gjaldkeri.

Grétar Rögnvarsson varaformaður.

Guðrún Gunnlaugsdóttir ritari.

Kristjana Guðmundsdóttir meðstjórnandi.

Guðrún H.Jónsdóttir varamaður í stjórn.

Önnur mál:

Umræður urðu um heilsugæslumál en nú er ofan á allt annað boðaður mikill niðurskurður í heilbrigðisþjónustu.

Umræður urðu um umhverfismál.

Lagt til að verðlauna fyrir góða umgengni.

Bent var á að hægt væri að sækja um styrki til Alcoa.

No comments:

Post a Comment