Sunday, January 23, 2011

6. fundur - Fundargerð

6.fundur í stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar þriðjudaginn 2.nóvember 2010 kl.17.00:

Mætt eru:

Daníel,Grétar,Kristjana,Guðrún H.(á Mel)Fundargerð ritar Daníel.

1.Edduborgarreiturinn(þarf að finna almennilegt nafn á þennan stað).

Tillaga Íbúasamtakana er að gera þarna miðbæjarsvæði með útisviði og svæði þar sem fólk getur komið saman,setja upp bekki,stíga,gróður ofl.

Samþykkt var að efna til e.k hugmyndasamkeppni á bloggsíðunni og á facebooksíðunni.

Formanni falið að kanna stöðuna á því hvenær á að rífa húsið og hvaða ákvarðanir hafa verið teknar í þeim efnum.

2.Gamli barnaskólinn.

Grétar ætlaðai að tala við syni Alla Valda og Daníel við Þórhall,Frissa og Guðmann.

Tilgangurinn er að athuga hvort þessir einstaklingar hafa áhuga á að taka að sér að leiða hollvinasamtök gamla skólans.

3.Málefni Veraldarvina.

Formanni falið að spyrjast fyrir um það hjá bænum á hvaða kjörum Veraldarvinir eru hér og hvort að Fjarðabyggð beri einhvern kostnað vegna þeirra.

4.Rætt vítt og breitt um málefni heilsugæslunnar.Hugmynd kom fram um að Fjarðabyggð ásamt stórum fyrirtækjum í bænum séu ístakk búin að ráða lækni í vinnu ef áform um lokanir heilsugæslustöðva á Eskifirði ogFáskrúðsfirði verða að veruleika.

5.Hraðakstur í bænum+merkingar á skiltum.

Samþykkt var að senda lögreglu ábendingu um að við höfum orðið vör við aukinn hraðakstur í bænum og að minna á að enn sé umferðarmerkingum ábótavant í bænum,t.d merkingar við skólana.

Fleira ekki gert,fundi slitið ,kl.18.00.

No comments:

Post a Comment