Sunday, January 23, 2011

4. fundur - Fundargerð

4.fundur .

Fundur í stjorn íbúasamtaka Eskifjarðar.

Mættir voru:

Daníel,Kristjana,Þórlindur ,Petra og Guðrún.

1. Rædd ýmis praktísk mál,svo sem að fá kennitölu og hvernig haga skuli innheimtu félagsgjalda. Ætlar Petra að kanna þetta mál.

2. Næst var tekið á dagskrá tillögur ályktun í læknamálum,fram hafa komið tvær ályktanir innan stjórnarinnar annars vegar frá Grétari Rögnvarssyni svohljóðandi:

„Stjórn Íbúasamtaka Eskifjarðar sendir frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu(ályktun):

Fyrir hönd íbúasamtaka Eskifjarðar hörmum við það ástand sem hér ríkir í læknamálum.

Viljum að þau mál verði leyst á farsælan hátt og Hannes Sigmarsson verði ráðinn aftur sem læknir í Fjarðabyggð, en hann hefur nú þegar sótt um starf sem auglýst var hér við embættið.

Þá viljum við líka benda á að fjölskylda Hannesar hefur þurft að fara í gegnum mjög erfiða tíma og kominn tími til að því ástandi ljúki með ráðningu Hannesar.

Íbúar hér hafa haft miklar áhyggjur af þessu ástandi,sérstaklega eldra fólk sem vant var þeirri góðu læknisþjónustu sem hér var.

Skorum á heilbrigðisráðherra að taka af skarið og beita sérfyrir því að Hannes verði ráðinn hér sem læknir nú þegar.“.

Hins vegar var tillaga Daníels sem hljóðaði svo:

„Stjórn íbúasamtaka Eskifjarðar sendir frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu(ályktun):

Fyrir hönd íbúasamtaka Eskifjarðar hörmum við það ástand sem ríkir í læknamálum á Eskifirði og reyndar sunnan Oddskarðs almennt. Viljum að þau mál verði leyst á farsælan hátt. Við höfum orðið vör við mjög eindreginn vilja íbúa Eskifjarðar að Hannes Sigmarsson verði endurráðinn.

Stjórnin átti fund með fulltrúum HSA(Valdimar Hermannssyni og Lilju Aðalssteinsdóttur) og þar komu ekki fram neinar haldgóðar skýringar á uppsögn Hannesar. Því beinum við því til heilbrigðisyfirvalda að leggja fram ítarlegan rökstuðning til bæjarbúa á ástæðum þess að Hannesi Sigmarssyni var sagt upp störfum en ef ekkert finnst athugavert við störf Hannesar að hann verði ráðinn aftur sem læknir í Fjarðabyggð,en hann hefur nú þegar sótt um starf sem auglýst var hér við embættið.

Þá viljum við líka benda á að fjölskylda Hannesar hefur þurft að fara í gegnum mjög erfiða tíma og kominn tími til að því ástandi ljúki með ráðningu Hannesar.

Íbúar hér hafa haft miklar áhyggjur af þessu ástandi,sérstaklega eldra fólk sem vant var þeirri góðu læknisþjóustu sem hér var.

Skorum á heilbrigðisráðherra að taka af skarið og beita sér fyrir því að þessi mál verði til lykta leidd hið fyrsta“.

Guðrún Gunnlaugsdóttir bað þá um orðið og lýsti sig samþykka tillögu Grétars en taldi að tillaga Daníels væri þess eðlils að þar skorti þekkingu á því sem á undan er gengið í málinu.

Rakti hún aðdraganda málsins og sagði frá því sem rannsakað hefur í málinu.

Tvisvar hjá embætti sýslumanns hér á Eskifirði.

Hjá ríkissaksóknara.

Hjá ríkisendurskoðun.

Hjá landlæknisembættinu.

Enginn þessara aðila fann neitt sem hægt er að ákæra fyrir.

Í upphafi málsins var um að ræða ofgreidd laun vegna misstaka í Exelskjali en forstöðumaður HSA sagði ósatt um það mál og hóf með dyggri aðstoð fjölmiðla það ferli sem hér hefur verið rakið.

Undirskriftir til stuðnings Hannesi fóru þannið að 830 manns skrifuðu undir og gegn stjórn HSA skrifuðu 800.

Því taldi Guðrún að algerlega ástæðulaust væri að rannsaka þetta mál meira þar sem allt lægi á borðum.

Níðurstaða þessara umræðna varð sú að taka undir ályktun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem samþykkt var á bæjarráðsfundi 23.03 2010,voru allir sammála um það.

Verður ályktunin send fjölmiðlum og í heilbrigðisráðuneytið.

No comments:

Post a Comment