Sunday, January 23, 2011

1. fundur - Fundargerð

1.fundur nýstofnaðra íbúasamtaka á Eskifirði haldinn 25.01 2010 í Grunnskólanum á Eskifirði.

1.mál:

Nýkjörin stjórn skipti með sér verkum þannig:

Formaður:

Daníel Arason.

Varaformaður:

Grétar Rögnvarsson.

Gjaldkeri:

Petra Vignisdóttir.

Meðstjórnandi:

Þórlindur Magnússon.

Sett verður upp bloggsíða þar sem félagar geti haft samskipti sín á milli.

Félagsgjald ákveðið kr.500 ,ekki er búið að ákveða hvernig það verður innheimt.

Talið best að kynna félagið með dreifibréfi e.t.v í tengslum við dreifingu Dagskrárinnar.

Fréttabréf gefið út tvisvar á ári.

Félagið sendi bæjarráði bréf ef félagið hefur eitthvað fram að færa.

Talað um gamla skólann og verndun hans,rætt nánar á bloggsíðu.

Rætt um ástandið í læknamálum en það er allsendis óviðunandi, lagt til að samband verði haft við íbúasamtök á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði og komið með sameiginlega ályktun þessara samtaka um málið.

Lilja (Aðalsteinsdóttir) og Valdimar (Hermannsson) hafa óskað eftir fundi með samtökunum nú mjög fljótlega,ekki búið að ákveða dag.

Rætt um umferðarmenninguna í bænum.

No comments:

Post a Comment